Fara í innihald

Spjall:Cutty Sark

Innihald síðu er ekki stutt á öðrum tungumálum.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Mig langar að spyrja stjórnendur og möppudýr hvor mögulegt sé að hindra notenda í að stofna nýjar greinar? - Væri e.t.v. full þörf á að gera það við tiltekinn, ónefndan notenda ;o) Thvj 4. október 2007 kl. 15:55 (UTC)[svara]

Íslenskan er ekki verri en margt sem kemur úr grunn- og framhaldsskólum. --Stalfur 4. október 2007 kl. 17:41 (UTC)[svara]
Ég bjó til sniðið {{Yfirlestur}} sem við getum notað til að merkja greinar sem þarfnast nauðsynlega yfirlesturs. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 4. október 2007 kl. 18:08 (UTC)[svara]
Í sumum tilvikum dugar ekkert sem heitir yfirlestur, því að enginn getur látið sér detta í hug hvert viðkomandi er að fara með vaðli sínum. --Mói 4. október 2007 kl. 18:59 (UTC)[svara]
Þá má eyða viðkomandi setningu út. Greinarnar sem Max hefur verið að skrifa eru þess eðlis að maður skilur hvað hann er að fara, auk þess sem hann er að þýða nær beint úr enskum greinum svo það er lítið mál að finna út úr því. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 4. október 2007 kl. 19:11 (UTC)[svara]
En eiga þeir sem hafa ekki vald á íslensku að stofna greinar á is.wikipedia? Mér finnst ekki! - Ég er heldur ekki sammála Friðriki að það sé lítið mál að laga greinar efit Max, það fer talsverður tími okkar allra í það og sumar gerinarnar eru ekkert lagaðar. Ef Friðriki finnst það lítið mál getur hann e.t.v. tekið að sér að laga allar greinar eftir Max héðan í frá ;o) Thvj 5. október 2007 kl. 13:28 (UTC)[svara]

Ég er sammála Thvj. Max þessi er sjálfsagt orðabókarkunnugur íslenski og ég vona að hann haldi áfram að læra. En enn sem komið er ætti hann að halda sig við sandkassann. Annars fer ég að skrifa greinar á tyrkneska hlutanum - með orðabók mér við hönd. Nei, ég segi svona. En þetta er slæmt afspurnar fyrir Wikipediu ef einhver slær upp og fær greinar hans hráar. --85.197.210.44 5. október 2007 kl. 13:39 (UTC)[svara]

Íslenskan er ekki verri en margt sem kemur úr grunn- og framhaldsskólum. --Stalfur 4. október 2007 kl. 17:41 (UTC) Guð minn góður, íslenskan er dauð! Ef þetta reynist satt. --85.197.210.44 5. október 2007 kl. 13:40 (UTC)[svara]

Þetta er alveg rétt hjá ykkur, þetta er ekki sniðugt. Það er góð lausn að leyfa honum að skrifa í sandkassa eins og ónefndur talar um. Þ.e.a.s. hann getur skrifað greinar á undirsíður notendasíðu sinnar eins og ég er með hér Notandi:Friðrik Bragi Dýrfjörð/Líffræði. Svo getur hver sem vill leiðrétt greinarnar og fært yfir í aðalnafnrými. Ég skal senda honum skilaboð. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 5. október 2007 kl. 13:46 (UTC)[svara]
Þið eruð allir snar, svo frómt sé sagt frá. --Stalfur 5. október 2007 kl. 13:55 (UTC)[svara]
Óþarfi að vera mæra menn eins og mig sem standa ekki undir slíku. :) --Friðrik Bragi Dýrfjörð 5. október 2007 kl. 14:03 (UTC)[svara]
Max Naylor má eiga það að hann hefur gert margar góðar breytingar á greinum og sniðum, en því miður er ekki hægt að hrósa honum fyrir þær greinar sem hann stofnar sjálfur: þær eru mun verri en hjá grunnskólakrakka. Því væri best ef hann mundi halda sig við að laga greinar sem þegar eru komnar á vefinn :) Thvj 5. október 2007 kl. 14:54 (UTC)[svara]

Verið samt hvetjandi við karlinn. Hann er óvitlaus en hann er snarvitlaus á íslensku - ennþá að minnsta kosti. --85.197.210.44 5. október 2007 kl. 15:18 (UTC)[svara]